149. löggjafarþing — 16. fundur,  9. okt. 2018.

fiskeldi.

189. mál
[23:15]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Stundum finnst manni eins og verið sé að spinna Ísland dag frá degi, af fingrum fram. Maður hefur dálítið þá tilfinningu gagnvart þessu máli og kannski eru ekki góðir kostir í boði. Ég hef skilning á því að mikill vandi blasir við Vestfirðingum núna og ég geri mér grein fyrir því að bregðast verður við honum, en ég á hins vegar erfitt með að fella mig við þess háttar inngrip sem um er að ræða. Ég nefni t.d. ábendingu um að svo kunni að vera að þetta samræmist ekki Árósasamningnum. Okkur ber skylda til þess gagnvart íslenskri náttúru, gagnvart sjálfum okkur og gagnvart framtíðinni að vanda okkur eins og kostur er, ekki síst þegar um er að ræða framkvæmdir sem hafa djúptæk áhrif á landið okkar.

Ég hef efasemdir um málsmeðferðina og ég greiði (Forseti hringir.) því ekki atkvæði.