149. löggjafarþing — 18. fundur,  11. okt. 2018.

samgönguáætlun 2019--2033.

173. mál
[14:25]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir áhugaverða ræðu og þá nálgun. Það er eitt sem mig langar samt að óska eftir frekari skýringu á, orð sem ég hef heyrt áður í þessari umræðu í dag, það er hið svokallaða samvinnuverkefni. Ég hefði gjarnan viljað fá nánari skýringu á því hvað átt er við þegar talað er um samvinnuverkefni. Við höfum verið að tala um mögulega viðbótarfjármögnun inn í kerfið til að geta byggt upp hraðar og betur. Það væri áhugavert að heyra nánari skýringu á því.