149. löggjafarþing — 18. fundur,  11. okt. 2018.

samgönguáætlun 2019--2033.

173. mál
[14:56]
Horfa

Teitur Björn Einarsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Fyrst hv. þingmaður er svona áhugasamur um það sem fram fer á þingflokksfundum Sjálfstæðisflokksins get ég bent honum á að það er einungis ein leið fyrir hann til að komast að því hvað þar fer fram. Ég er ekki viss um að hann hafi áhuga á að fara þá leið. Þess vegna skil ég ekki alveg hvað hv. þingmaður er að reyna að draga fram, hvaða tilraunir hann er að reyna að gera.

Samgönguáætlun hefur verið lögð fram. Hún hefur verið afgreidd úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Almenni fyrirvarinn sem settur er, að menn fari og ræði efnislega ýmsa þætti hennar í þinglegri meðferð, kalli eftir upplýsingum, kalli eftir afstöðu annarra þingmanna til ýmissa álitamála eða atriða sem þarfnast nánari skoðunar, er hin hefðbundna, eðlilega og rétta þingmeðferð og ekkert athugavert við það.