149. löggjafarþing — 18. fundur,  11. okt. 2018.

samgönguáætlun 2019--2033.

173. mál
[15:02]
Horfa

Teitur Björn Einarsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Eins og ég skil málið kemur mjög skýrt fram hjá til að mynda Fjórðungssambandi Vestfjarða og öðrum hagsmunaðilum sem láta sig samgöngumál varða að þær aðgerðir, Dýrafjarðargöng, Dynjandisheiði og Bíldudalsvegur því samfara, verði ekki sundurskildar. Ég hef ekki séð aðra koma og segja að mjög skiljanlegt væri að hafa allt stopp í þrjú ár og bíða með framkvæmdina sem þarf að koma á eftir Dýrafjarðargöngum. Það er það sem ég vek athygli á og tel brýnt að verði skoðað, hvernig hægt er að gera þetta að samfellu. Það er það sem skiptir máli.