149. löggjafarþing — 18. fundur,  11. okt. 2018.

eftirlit með skipum.

188. mál
[16:37]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. samgönguráðherra kærlega fyrir kynninguna á frumvarpinu. Að undanförnu höfum við fjallað mikið um eftirlitshlutverk stjórnvalda og það hvernig stjórnvöldum gengur að sinna eftirlitsskyldum sínum, hvar sem er í okkar ágæta kerfi. Ég velti því fyrir mér hvort gert sé ráð fyrir auknu fjármagni til Samgöngustofu og til þeirra eftirlitsaðila sem eiga svo að sinna því eftirliti, hvar sem er, hvort gert sé ráð fyrir því í fjárlögum og áætlunum.