149. löggjafarþing — 18. fundur,  11. okt. 2018.

eftirlit með skipum.

188. mál
[16:39]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra kærlega fyrir svarið en spyr þá kannski í framhaldinu: Eru þá ekki fyrirsjáanleg nein viðbótarverkefni sem felast í þessu? Er þetta ekki eitthvað sem Samgöngustofa þarf að bregðast við með auknum mannafla hjá sér, fjölgun starfskrafta eða einhverju slíku? Er þetta það lítið verkefni að þau geti bara bætt þessu við sín daglegu störf?