149. löggjafarþing — 19. fundur,  15. okt. 2018.

hvatar til nýsköpunar.

[15:10]
Horfa

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir (Sf):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Í þessu samhengi kemur á óvart að sjá að samkvæmt fjárlögum á að skera niður framlög til nýsköpunar, þekkingargreina og rannsókna um 2,6%, eða 377 milljónir á næsta ári. Í framhaldi af því spyr ég hæstv. ráðherra: Endurspeglar það forgangsröðun ríkisstjórnarinnar þegar litið er til stuðnings við þessi hugvitsdrifnu fyrirtæki og í nýsköpun almennt?