149. löggjafarþing — 20. fundur,  16. okt. 2018.

stuðningur við útgáfu bóka á íslensku.

176. mál
[17:01]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við erum bara sem ríkisstjórn að leggja mikla áherslu á það hvernig við getum eflt íslensku. Þetta er einn liður í því, þ.e. að styðja betur við íslenska bókaútgáfu. Við mælum líka fyrir tillögu um hvernig styðja megi við einkarekna fjölmiðla. Einnig erum við að fullu búin að fjármagna máltækniverkefni sem skiptir alveg gríðarlegu máli, hvernig íslenskan eigi að lifa í stafrænum heimi. Ég mun svo kynna þingsályktunartillögu í 22 liðum sem miðar líka öll að því að efla íslensku. Við erum að fara að endurbæta málstefnuna og tíu aðgerðir miða að því að efla menntun með sérstakri áherslu á íslensku. Að mínu mati er brýnt að fara í aðgerðir á þessum tímapunkti til að þær öðlist gildi sem fyrst.