149. löggjafarþing — 22. fundur,  18. okt. 2018.

framtíð íslenskrar peningastefnu, munnleg skýrsla forsætisráðherra.

[12:46]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra svarið og lýsi ánægju minni með að hún er talsmaður þess að þetta verði skoðað innan nefndarinnar. Ég tel það mjög mikilvægt. Eins og ég segi eru margar góðar tillögur í skýrslunni frá 2015 og rétt að þær séu hafðar til hliðsjónar þegar nefndin fer yfir þessa nýju skýrslu og kannað hvort ekki sé hægt að finna einhvern samhljóm sem er á ákveðnum köflum og hvort ekki megi nýta það. Ég fagna þessu svari hæstv. forsætisráðherra.