149. löggjafarþing — 24. fundur,  24. okt. 2018.

kvennafrídagur.

[13:31]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti vill geta þess að gott samkomulag hefur orðið um að hefja þingfund í dag kl. 13.30, fyrr en venjulega, og er gert ráð fyrir að dagskrá fundarins verði tæmd vel fyrir kl. 15. Fundahaldi er þannig háttað til að sýna samstöðu með konum á kvennafrídaginn og til að auðvelda kjörnum fulltrúum og starfsmönnum Alþingis að leggja niður störf kl. 14.55 til að undirstrika kröfur um kjarajafnrétti á vinnumarkaði og öryggi á vinnustöðum.