149. löggjafarþing — 25. fundur,  25. okt. 2018.

jafnréttismál.

[11:05]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V):

Forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra svarið. Auðvitað er fagnaðarefni að verið sé að færa jafnréttismálin yfir í forsætisráðuneytið. Mér finnst það einmitt gefa þeim stóraukna vigt og undirstrika mikilvægi þess að á því sé tekið á öllum sviðum samfélagsins, á öllum sviðum stjórnsýslunnar. En þegar maður horfir til orða og síðan aðgerða ríkisstjórnarinnar, og m.a. orða hæstv. dómsmálaráðherra um að launamunurinn sé í raun og veru enginn, (Dómsmrh.: Það er ekki rétt.) er verið að fresta gildistöku jafnlaunavottunar um 12 mánuði. Lítið er gert úr launamun kynjanna, fulltrúa í ráðherranefnd um jafnréttismál þessarar ríkisstjórnar. Verið er að fara að því er virðist í talsvert umdeildar breytingar varðandi birtingu dóma og nafnbirtingu sakamanna.

Orðum verða að fylgja efndir. Við hljótum að kalla eftir athöfnum og aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Það voru mér sérstök vonbrigði (Forseti hringir.) þegar meiri hluti Alþingis ákvað í raun að vatna út og eyðileggja aðgerðaáætlun um stórbætta stöðu, þjóðarátak um bætta stöðu kvennastétta. Það var að engu gert í þinginu í vor. Því kalla ég eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar í (Forseti hringir.) jafnréttismálum, ekki bara orðum.