149. löggjafarþing — 29. fundur,  8. nóv. 2018.

upplýsingar um afdrif Hauks Hilmarssonar.

[10:50]
Horfa

utanríkisráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S):

Virðulegur forseti. Ég hef gert allt sem í mínu valdi stendur til að hjálpa til í þessu máli. Ég hef m.a. rætt þetta við kollega mína í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Það er mér til efs að stjórnvöld hafi gengið jafn langt í sambærilegu máli og við Íslendingar höfum gert. Ef það er eitthvað sem við getum gert til að hjálpa frekar til við þetta erfiða mál munum við gera það. En við höfum leitað allra þeirra leiða sem við höfum talið geta hjálpað í þessu erfiða máli. Ef eitthvað kemur upp þannig að við teljum að við getum gert meira munum við auðvitað gera það.