149. löggjafarþing — 32. fundur,  15. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[11:33]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Birgir Þórarinsson) (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka formanni fjárlaganefndar, hv. þm. Willum Þór Þórssyni, fyrir framsögu hans hér. Það sem mig langaði að koma aðeins inn á er það sem okkur í Miðflokknum finnst töluvert gagnrýnivert, það að ríkisstjórnin ætlar að fjármagna breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið vegna breytinga í hagspá sem og breytinga sem ríkisstjórnin gerir við frumvarpið við 2. umr. með sölu losunarheimilda koltvísýrings upp á a.m.k. 4 milljarða kr. Mér sýnist margt benda til þess að í framtíðinni þurfi stjórnvöld að kaupa þessa kvóta til baka á mun hærra verði þar sem ekki virðist líklegt að Ísland geti haldið sig innan losunarheimilda. Ég bið hv. þingmann að koma aðeins inn á hvort hann telji þetta (Forseti hringir.) skynsamlega ráðstöfun.