149. löggjafarþing — 32. fundur,  15. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[12:56]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni prýðisræðu. Við erum sammála um margt þegar kemur að áherslum á félagslegan stöðugleika. Hv. þingmaður ræddi margt í heilbrigðiskerfi okkar og mikið um hjúkrunarheimilin og stóra samhengið, sem kom oft fyrir í ræðu hv. þingmanns. Hér er um að ræða 1% tilfærslu þegar kemur að hjúkrunarheimilunum, sem verið er að fara í átak í. Þetta er breyting upp á rúmlega 1%. Í heildarumfanginu eru það 0,07%. Á móti eru settar tæplega 300 milljónir til að bæta þjónustu. Þessi hjúkrunarheimili munu rísa. Ég er alveg sannfærður um að hv. þingmaður hefur farið í framkvæmdir á mörgum sviðum og 1% töf á framkvæmd er ekki mikil töf.