149. löggjafarþing — 32. fundur,  15. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[17:03]
Horfa

Frsm. 4. minni hluta fjárln. (Ólafur Ísleifsson) (Flf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka nafna mínum, hv. þm. Ólafi Þór Gunnarssyni, fyrir andsvarið. Það stendur þannig á að ég er fulltrúi fyrir flokk sem er ábyrgur í ríkisfjármálum. Sá flokkur gerir eina breytingartillögu. Hún er sú að það verði með fullnægjandi og viðunandi hætti brugðist við þeirri stórfelldu vá sem steðjar að þjóðinni vegna þess faraldurs sem hér hefur verið lýst í heilbrigðismálum og fíknivandamálum. Sú tillaga sem við gerum er að varið verði aukalega, miðað við það sem stjórnarmeirihlutinn áformar, 128 milljónum til Samtaka áhugafólks um áfengisvandann, SÁÁ, sem rekur myndarlegar sjúkrastofnanir og algerlega nauðsynlegar. Ég benti í ræðu minni á raunhæfa leið til þess að koma til móts við þann kostnað sem af þessu hlýst án þess að lagðir verði á nýir skattar.