149. löggjafarþing — 32. fundur,  15. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[18:57]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég held að ég hafi reyndar nefnt eitt með 99. En burt séð frá því tek ég alveg undir það með hv. þingmanni að þetta er ekki nógu gott. Við höfum heimilað byggingar of lítilla eininga en við megum ekki gleyma að í hinum dreifðu byggðum er ekki hægt að vera endilega með 100 rýma hjúkrunarheimili. Það er alveg ljóst að það er ekki hægt. Við erum farin að flytja fólk hreppaflutningum ef við ætlum að byggja 100 rýma hjúkrunarheimili.

Við erum að styðja mörg og margvísleg verkefni sem við eigum bágt með að fylgja eftir. Ég ætla ekki að standa á bakkanum þegar grænlenskum börnum verður kennt að synda. Ég vona að í framtíðinni geti það samt orðið til þess að þau geti bjargað sjálfum sér eða hugsanlega einhverjum öðrum. Verkefnin eru margvísleg og um mörg þeirra þyrftum við að fá betri upplýsingar. Mörg af þeim eru inni á borði hjá okkur árlega og við fáum framvinduskýrslur með þeirri umsögn. Ég get (Forseti hringir.) nefnt Sigurhæðir og Pálshús.