149. löggjafarþing — 33. fundur,  19. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[20:21]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Willum Þór Þórssyni andsvarið. Það hefði mátt haga þeim greiðslum þannig að þær væru afturvirkar, ekki hefði þurft að láta þetta koma svona óheppilega út. Ég ítreka að það er mjög óheppilegt hvernig þetta lítur út í augum öryrkja. Ég ítreka líka að það er ekki tilbúningur okkar að lækkun hafi orðið milli tveggja umræðna heldur er það einfaldlega staðreynd.