149. löggjafarþing — 34. fundur,  20. nóv. 2018.

varamenn taka þingsæti.

[13:34]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hafa bréf frá Hönnu Katrínu Friðriksson, Brynjari Níelssyni og Jóni Gunnarssyni um að þau geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni. Í dag, þriðjudaginn 20. nóvember, taka því sæti á Alþingi sem varamenn fyrir þau 1. varamaður á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, Pawel Bartoszek, 1. varamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, Hildur Sverrisdóttir, og 2. varamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, Karen Elísabet Halldórsdóttir, en 1. varamaður á lista hefur boðað forföll.

Þau hafa áður tekið sæti á Alþingi og eru því boðin velkomin til starfa að nýju.