149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[16:11]
Horfa

Haraldur Benediktsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við greiðum í dag atkvæði um fjárlagafrumvarp sem er í beinu framhaldi af samþykktri fjármálastefnu lögð var fram og afgreidd í þinginu í vor. Það var fjármálastefna sem endurspeglaði þær áherslur sem fram komu í kosningabaráttunni fyrir ári síðan og flestir stjórnmálaflokkar á Alþingi töluðu fyrir að treysta myndu helstu lykilþætti samfélagsins, hvort sem við horfðum til heilbrigðismála, menntamála, samgöngumála eða almannatrygginga. Það er niðurstaðan. Það er fullnustað með þessu fjárlagafrumvarpi.

Þetta fjárlagafrumvarp endurspeglar líka mjög kröftugt efnahagslíf á Íslandi, sterka stöðu ríkissjóðs. Hlutverk ríkissjóðs með samþykkt þessa fjárlagafrumvarps er að tryggja hér stöðugleika og halda vel á málum til þess að við getum áfram sótt fram og tryggt eðlilegan vöxt á næstu árum. Ég fagna mjög þessu fjárlagafrumvarpi og samþykkt þess.