149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[16:26]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Það hefur ítrekað komið fram þegar talað hefur verið um að afnema skerðingar á launatekjur eldri borgara að ríkissjóður mun hagnast á því frekar en hitt. Það er ekki lengur þannig að við þurfum að tala um að það sé hugsanlegt að hann hagnist á því, heldur er sú tala sem þarna stendur, um 1,1 milljarður, sú sama og kom frá Tryggingastofnun þegar var spurt að því hvað myndi það kosta ríkissjóð í töpuðum skerðingum á þessar launatekjur eldri borgara að afnema þær með öllu — jú, 1,1 milljarð kr.

Þá er enginn að spá í hvað myndi koma inn í ríkissjóð í staðinn frá þeim einstaklingnum sem fengju að vinna. Það er heldur enginn að tala um hvílíkt lýðheilsumál það væri.

Með virðingu fyrir hæstv. fjármálaráðherra: Þú verður að kynna þér þetta betur, hæstv. fjármálaráðherra. Þú ert algjörlega í bullinu með þetta.

(Forseti (SJS): Forseti mælir með því að menn beini orðum sínum til forseta.)