149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[17:40]
Horfa

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (Sf):

Herra forseti. Þingflokkur Samfylkingarinnar leggur til 400 millj. kr. hækkun á framlögum til framhaldsskólanna til að bregðast við slæmri stöðu þeirra. Það er sérstaklega áhugavert að á sama tíma og hæstv. ráðherra hefur ítrekað boðað stórsókn í menntamálum er lagður til niðurskurður á framlögum til framhaldsskólanna, eitt af fáum málefnasviðum sem fá beinlínis lækkun á fjárframlögum.

Við viljum bregðast við því enda tala forsvarsmenn framhaldsskólanna um að þau séu einfaldlega komin að þolmörkum, sem er ólíðandi, sérstaklega í þessu fortakslausa góðæri sem við búum við í dag samkvæmt hæstv. ráðherra, formanni Framsóknarflokksins. Við getum gert betur.