149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[18:00]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M):

Hæstv. forseti. Hér er um að ræða töf á uppbyggingu nýs þjóðarsjúkrahúss við Hringbraut, sem lá þá kannski ekki svona rosalega mikið á eftir allt saman. En okkur í Miðflokknum þykir rétt að tíminn verði notaður, fyrst nú á að hægja á framkvæmdum, til þess að gera alvöruúttekt á staðarvali og nýta það tækifæri sem gefst. Það má þá alltaf auka kolefnisbindingu með því að moka ofan í holuna aftur þegar tímar líða fram og 19 skóflur safna nú ryki í hirslum Landspítalans. Við skulum nota það tækifæri sem nú gefst til þess að gera alvöru óháða staðarvalsgreiningu og byggja þjóðarsjúkrahús á nýjum og betri stað.