149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[18:03]
Horfa

Þorgerður K. Gunnarsdóttir (V):

Herra forseti. Við í Viðreisn höfum verið frekar íhaldssöm gagnvart því að auka útgjöld og koma með útgjaldatillögur. Við munum koma með einhverjar tillögur á milli 2. og 3. umr., en þær verða mjög hóflegar og verða að fullu fjármagnaðar, eðlilega.

Hér er hins vegar vandamál sem meiri hluti ríkisstjórnarflokkarnir hafa ekki leyst, þ.e. hinn mikli vandi á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni. Það er verkefni sem ekki getur beðið og við verðum að koma til móts við þau verkefni sem blasa við sjúkra- og hjúkrunarstofnunum og heilsugæslustöðvum á landsbyggðinni. Þess vegna segi ég já við þessi málefni. Það er mikilvægt að hlustað verði á þær raddir sem koma frá heilbrigðisstarfsfólki á landsbyggðinni.