149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[18:04]
Horfa

Guðjón S. Brjánsson (Sf):

Herra forseti. Heilbrigðisþjónustan hefur farið halloka á landsbyggðinni hringinn í kringum landið á undanförnum árum. Það eru engin merki um viðsnúning í þessu frumvarpi. Það á bæði við um þá lögbundnu þjónustu sem stofnunum er gert að veita og viðhald og endurbætur á húsnæði og tækjabúnaði. Heilsugæslan er auðvitað grunnþjónusta okkar. Það er sérstakt umhugsunarefni. Þjónustan er brotakennd eins og hún er í dag.

Gefin eru fyrirheit, en það vantar að láta verkin tala. Starfsmenn eru í önnum. Þeir bíða ekki eftir að ungfrú Stórsókn komi í heimsókn. Þeir bíða eftir aðventunni, en kvíða því svolítið að það verði hugsanlega einhver önnur förukona sem banki upp á sem oft er á ferðinni á þessum árstíma.