149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[18:34]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Ég segi já við þessari tillögu því að mér finnst augljóst að það loforð sem gefið var um 4 milljarða á næsta ári ætti einfaldlega að taka gildi frá 1. janúar 2018. Það er hvati fyrir ríkisstjórnina til þess að klára þetta mál, óháð því hvenær starfsgetumatið verður tilbúið.

Það heyrðist alveg á göngunum, af því að afkomuviðmiðið er rétt undir 1%, að ef það frestaðist um tvo mánuði eða eitthvað svoleiðis að koma starfsgetumatinu inn í kerfið og samþykkja breytingarnar, myndi það bjarga afkomuviðmiðinu, þannig að þá væru öryrkjar aftur að redda afkomuviðmiði ríkisstjórnarinnar. Tvímælalaust á þetta að gilda frá 1. janúar til þess að ekki sé hægt að snuða öryrkja um það loforð sem þeim var gefið. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)