149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[19:08]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Þessi breytingartillaga gengur út á að lengja fæðingarorlof í 12 mánuði. Ýmiss konar vandamál hafa verið tengd því að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla og myndi þessi breytingartillaga alla vega hjálpa verulega til, þótt hún nái ekki alla leið. En þetta er skref í þá átt að gefa foreldrum meiri tíma með börnunum sínum og hjálpar til við að brúa bilið milli fæðingarorlofs og dagforeldra eða leikskóla.