149. löggjafarþing — 37. fundur,  23. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[11:13]
Horfa

Pawel Bartoszek (V) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég viðurkenni að ég hef eflaust einhvern tímann þegar ég hef verið á þingi tekið þátt í að spyrja samherja mína um eitthvað sem ég teldi að mætti fá nánari skýringar á. Prinsippið með andsvörum er ekki að það sé algjörlega útilokað að hægt sé að beita því. Í þessu tilfelli var hins vegar augljóst að nægur áhugi var hjá fulltrúum minni hlutans hér á þingi til að spyrja fyrsta framsögumann nefndarálits og það hefði einfaldlega nýst betur í lýðræðislegri umræðu ef við hefðum getað nýtt þær mínútur sem þar voru til umráða til þess að fá fram þann díalóg milli andstæðra sjónarmiða. Frekar en að menn gæfu upp ákveðna bolta sem framsögumenn nefndarálita smössuðu svo niður í gólfið með þeim árangri sem við sáum hér.

Þannig að prinsippið er alveg til staðar. En ég held að það sé betri nýting á andsvörum að ef áhugi er fyrir hendi takist andstæð sjónarmið á en ekki samherjar.