149. löggjafarþing — 37. fundur,  23. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[11:42]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta atvinnuvn. (Sigurður Páll Jónsson) (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég tek heils hugar undir þetta og ég vil minna þingmanninn á það — og greinilegt að hún hefur ekki hlustað mikið á ræðu mína — að ég tók það sérstaklega fram (ÞKG: Með athygli.) í ræðunni að ég hef mælt hér fyrir málum um skilgreiningu auðlinda og auðlindir og auðlindagjöld. Það er svolítið merkilegt að við skulum ekki vera búin að fara í þá vinnu. Það hefur margoft verið mælt fyrir þessum málum. Ég er sammála þingmanninum um að sveitarfélög ættu að fá að koma betur að þessari vinnu. Þetta er prinsippmál í uppbyggingu byggða á landsbyggðinni, að þetta gæti runnið til þeirra aftur, og að við snúum bökum saman og vinnum að þessu máli öll sem eitt.