149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[17:22]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hérna liggur fyrir umbyltingartillaga um fiskveiðistjórnarkerfið í 93 orðum frá 2. minni hluta atvinnuveganefndar. Það fylgir hvorki greinargerð né útfærsla á því á nokkurn hátt. Þetta er algerlega óskiljanlegt. Við erum búin að vera að fjalla um málið í tvo mánuði og kalla til gesti. Það er engin breytingartillaga við frumvarpið sjálft, ekki nema sem snýr að skiptingu tekna og það er engin útfærsla á því heldur.

Það mætti kannski spyrja: Hvar er útfærslan með þessari breytingartillögu? Hvað verður veiðigjaldið hátt? Hvernig ætlum við að skipta því? Svo mörgu er ósvarað. Ég held að minni hlutinn sé algerlega að segja hérna að hann sé (Forseti hringir.) ekki einu sinni sammála veiðigjaldinu, frumvarpinu. Ég get ekki séð annað, enga breytingartillögu.