149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[18:04]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég hélt að ég hefði einmitt sagt í ræðunni að við værum ekki að leggja til markaðsgjald. Hins vegar tryði ég á að markaðurinn (Gripið fram í.) myndi frekar finna rétta upphæð. Og ég sagði líka, hv. þingmaður, ef þú getur þagað í andartak, að það væri hægt að reisa girðingar, það væri hægt að koma í veg fyrir stærðarsamþjöppun, það væri hægt að koma í veg fyrir að þetta safnaðist saman á fárra hendur. Það er enginn vandi. (Gripið fram í.) Við þyrftum hins vegar að gefa eftir hámarksarðsemiskröfu sem væri auðvitað til staðar ef þetta væri eitt stórt uppboð. Við höfum heldur aldrei talað fyrir því, við höfum talað um að samfélagslega stoðin, sem í rauninni gerir það að verkum að við getum illa talað um að þetta séu sjálfbærar veiðar, er veik og við þurfum að tryggja byggðirnar í landinu. Það er nú hægt að gera án þess að vera sofandi og vakandi bara að hugsa um krókaaflamarksbáta. Það er nefnilega alveg hægt að styðja þá á annan hátt en að miða alla gjaldtöku við það útgerðarform. (Gripið fram í.)