149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[18:10]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (andsvar):

Frú forseti. Það er ágætt. Það liggur þá fyrir að flutningsmenn þessarar breytingartillögu eru ekki sammála um hvað í henni felst. (LE: Jú, ég sagði það áðan.) Nei, það liggur fyrir. (Gripið fram í.) Það væri þá einnar messu virði að formenn Viðreisnar og Samfylkingar myndu koma á sáttafund og koma sér saman um hvað felst í þessu.

Ég ætla að fá að spyrja hv. þm. Loga Einarsson sömu spurningar og hv. þm. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir treysti sér ekki til að svara hér áðan: Lítur hv. þingmaður þannig á að maður sem er með 1 millj. kr. í tekjur og greiðir 500 þús. kr. á ári eitt hafi fengið lækkun á sköttum sínum þegar hann á ári tvö fær 500 þús. kr. í tekjur og borgar 250 þús. kr.? Er verið að lækka skatta á viðkomandi einstakling? Já, eða nei.

Sér hv. þingmaður ekkert samhengi milli þessa og afkomu sjávarútvegsins þegar kemur að álagningu veiðigjalda? (Gripið fram í.)