149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[22:56]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta atvinnuvn. (Sigurður Páll Jónsson) (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er ekki alveg viss um að ég hafi náð öllu sem hv. þingmaður sagði. En við erum þó sammála um að við viljum að allar stærðir, allir útgerðarflokkar, nái að lifa af. En það sem ég hef áhyggjur af, eins og ég hef margoft sagt áður, er að með þessu áframhaldi, óbreyttu, að því gefnu að þær breytingartillögur fari í gegn sem meiri hlutinn er með, þá er þar samt sú breyting að þetta er skref í rétta átt. En ég er eftir sem áður áhyggjufullur yfir því að samþjöppunin haldi áfram. Þar liggja áhyggjur mínar.