149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[23:26]
Horfa

Þorgerður K. Gunnarsdóttir (V) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég tek undir það sem hér hefur verið sagt, ég mæli eindregið með því við forseta að hann geri hlé á fundi. Ekki að við í stjórnarandstöðu viljum ekki halda áfram að ræða þetta. Við viljum gjarnan fá að heyra frá fleirum í stjórninni. Ég verð að viðurkenna að um leið og það var ákveðin tilhlökkun eftir því að heyra ræður fleiri stjórnarþingmanna finnst mér heldur ekki gott ef fólki — þó að ég sé ekki sammála því, við erum hér að atyrða hvert annað — líður ekki vel hér. Þess vegna held ég að það væri vel til fundið að hæstv. forseti gerði einfaldlega hlé á þingfundi þar til á morgun þannig að við yrðum öll svolítið glaðari og blíðari hvert við annað. Sjálfri hefur mér ekkert alltaf liðið vel í þessum þingsal. Ef það er þannig með tiltekna þingmenn í stjórninni og úr stjórnarmeirihlutanum vil ég ekki að þeim (Forseti hringir.) líði þannig. Ég mæli með því að forseti geri hlé á fundi.