149. löggjafarþing — 38. fundur,  27. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[00:01]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Nei, ég skil þetta ekki. En hv. þingmenn Vinstri grænna verða auðvitað að útskýra það. Það sem ég er svo hissa á er hversu ákafir stuðningsmenn hv. þingmenn Vinstri grænna eru við þetta frumvarp. Ég hef verið í ríkisstjórn og veit að við þurfum að gera málamiðlanir. Við gerðum málamiðlun varðandi fiskveiðistjórnarkerfið, en þá gátum við þó sagt: Okkur finnst best að hafa þetta svona, en veljum næstbestu leiðina. Af því að um það náðist samkomulag.

En ég hef ekki heyrt þetta í ræðum eða fjölmiðlaumfjöllun hv. þingmanna. Má vera að það komi nú í umræðunni því að hún er langt frá því að vera búin í þessari lotu.