149. löggjafarþing — 39. fundur,  27. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[16:44]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Það voru þingmenn stjórnarliða á undan og mér er ekki kunnugt um að þeir hafi verið beðnir um að færa sig til á mælendaskrá. Það hefði verið minnsta málið, tel ég, að óska eftir því ef fólk hefði viljað nýta þennan klukkutíma. Það hefur áður verið gert að fólk hefur verið fært upp og niður mælendaskrá, ekki bara í þessu máli heldur mörgum öðrum. Ég held að það hefði verið best að eiga það samtal hjá þingflokksformönnum. En við skulum þá ekki misnota þann tíma sem eftir er, meðan forsætisráðherra er í húsi, í fundarstjórn forseta.