149. löggjafarþing — 39. fundur,  27. nóv. 2018.

mál frá utanríkisráðherra.

[22:48]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Ýmsar breytingar hafa orðið á dagskrá kvöldsins í kvöld en boðað var á þingflokksformannafundi sem við sátum báðir, ég og hv. þm. Jón Steindór Valdimarsson, að hér gæti þingfundur staðið til miðnættis, eða lengur ef þyrfti, til að ljúka tilteknum málum sem voru tilgreind og rædd á þessum fundi, önnur tekin út af dagskrá í samkomulagi.

Nú háttaði svo til í kvöld að hæstv. utanríkisráðherra kom hér í hús, eins og rétt var greint frá. Það var hins vegar vitað og reynt að gera mönnum grein fyrir því að ráðherrann væri í viðtali á bresku ríkissjónvarpsstöðinni á tilteknum tíma, þannig að ljóst var að hann yrði ekki í þingsalnum á þessum tíma. Verið er að hliðra þessu til, en innan þess ramma og innan þess samkomulags sem gert var hér í morgun, og hv. þingmaður hlýtur að kannast við.