149. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[16:45]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg):

Virðulegur forseti. Við ræddum hér nokkur í þingsalnum, og þá sérstaklega hv. formaður atvinnuveganefndar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, þegar frumvarpið kom fram fyrir rúmum tveimur mánuðum, að huga þyrfti sérstaklega að litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Það er ánægjulegt að náðst hafi samstaða um að gera það. Þessir afslættir og breytingar á reglunum á frítekjumarkinu munu koma þeim best sem minnst umsvif hafa þar sem hver króna telur meira en hjá þeim sem hafa meira undir. En ég fagna því að hér sé sérstaklega hugað að þessum mikilvægu útgerðarflokkum.