149. löggjafarþing — 41. fundur,  4. des. 2018.

áætlun fyrir árin 2019--2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess.

409. mál
[20:26]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil bara taka undir með hv. þingmanni. Ég held að komið sé inn á mjög mörg atriði tillögunni og að í flestu snúi það að börnum og þá að foreldrum líka. Við getum alveg tekið það til umræðu þegar að því kemur. Hv. þm. Una María Óskarsdóttir nefnir hv. þm. Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Ég verð að segja að ég vona að hann eigi eftir að lesa þetta vel yfir og taka það til sín því að ég held að ekki veiti af. Okkur er öllum hollt að lesa þetta oft yfir og tileinka okkur margt sem hér stendur og fara mörg þau verkfæri sem til eru til að koma í veg fyrir ofbeldi.