149. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2018.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2019.

3. mál
[16:09]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Frú forseti. Ætlar ríkisstjórnin að taka á loftslagsvandanum af festu? Ef svo er þurfa skilaboðin um það að vera skýr líkt og með hækkun kolefnisgjalds. Það sem skortir á hjá ríkisstjórninni eru tímasett markmið með mælanlegum skrefum. Því er spurningin áleitin um hvort ríkisstjórninni sé í raun alvara með aðgerðaáætlun sinni í loftslagsmálum og hvort hún sé raunhæf. Ef Ísland semur við Evrópusambandið um samdrátt í losun um 40% verður losun á fyrsta ári skuldbindingartímabils Parísarsamkomulagsins að vera 40% minni á árunum 2016, 2017 og 2018. En er það sem hér er lagt til líklegt til að vera raunhæft skref? Það eru engin viðmið þannig að við getum ekki svarað þeirri spurningu.