149. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2018.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2019.

3. mál
[16:14]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M):

Frú forseti. Hér er verið að gera breytingu á lögum um sóknargjöld og lagt til að sóknargjöld hækki ekki samkvæmt almennum verðlagsbreytingum. Hækkunin er einungis 0,32% en ætti samkvæmt almennri verðlagsuppfærslu að vera 2,5%. Ég tel það óeðlilegt, ég hefði talið að sóknargjöldin ættu að hækka í samræmi við verðlagsuppfærslu, en styð engu að síður þessa hækkun þó að lítil sé. Hún hefði átt að vera hærri að mínum dómi.