149. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2018.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2019.

3. mál
[16:18]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M):

Frú forseti. Samkvæmt þessu virðist sem svo að svartolía muni lækka í verði og það verði því hagkvæmara að brenna henni. Þá spyr maður hvort ekki þyrfti að taka á hækkun kolefnisgjalds varðandi brennslu á svartolíu. Ég verð að segja að hér sannast með þessari tillögu að ríkisstjórnin er algjörlega úti á túni í þessum kolefnismálum.