Bráðabirgðaútgáfa.

149. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2018.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

155. mál
[16:36]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Með þessari tillögu er verið að taka til baka breytingar sem gerðar voru á árunum 2009–2013 þar sem fjórum ráðuneytum var skellt saman í tvö með ærnum kostnaði, það sparaði enga peninga. Gengið er allt of skammt í þessari tillögu. Verið er að henda mannvirkjamálum yfir í barnamálráðuneytið þannig að það sem tilheyrir mannvirkjum, skipulagi og öðru er enn í þremur ráðuneytum. Ekki er farið að ráðum fagaðila sem lögðu til að öll þessi mál, þ.e. Skipulagsstofnun, úrskurðarnefnd o.fl., yrðu sett yfir í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið ásamt mannvirkjum. Á það var ekki hlustað þannig að þetta er hroðvirknislega unnið, ekki faglegt, og það er engin stefna í þessu, engin pólitík í þessu. Þetta er eiginlega eins og ríkisstjórnin.