149. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[18:34]
Horfa

Haraldur Benediktsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Eins og þingmaður sem hér var áður í andsvari er ég á þeim slóðum að ræða um Íslandspóst. Ég ætla að vekja athygli á því að í nefndarálitinu sem meiri hlutinn leggur fram eru láninu og framgangi þessarar fjármögnunar sett mjög ströng skilyrði. Ég er ekki sammála því sem hv. þingmaður lét liggja að í sínum orðum, að þetta væri nálgast með kæruleysislegum hætti. Þess vegna er spurning mín til þingmannsins: Telur hann ekki skýr skilyrði fyrir framgangi málsins sem eru talin upp í nefndarálitinu í þremur liðum? Meiri hluti fjárlaganefndar ræðir líka endursköpun fyrirtækisins, ræðir um að draga það út af samkeppnismarkaði, straumlínulaga fyrirtækið. Ég vil einnig minna hv. þingmann á að póstur er einn af grunnþáttum samfélags okkar og á ríkinu gildir ákveðin skylda í þeim efnum. (Gripið fram í.)