149. löggjafarþing — 42. fundur,  5. des. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[18:40]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það eru tvímælalaust jákvæð teikn á lofti, það eru allir jákvæðir gagnvart því að gera betur. Það er gott og ég býst að sjálfsögðu við því að við gerum betur í framtíðinni, það virkar alltaf þannig, við stefnum alltaf að því að gera betur. Spurningin er kannski: Hvernig getum við komist þeim mun fyrr á áfangastað? Það er eitthvað sem ég held að við ættum að vinna betur að. Á undanförnum tveimur árum hefur ekki verið unnið mjög markvisst að því milli ráðuneytis og fjárlaganefndar að slípa kannski aðeins til hvernig framsetningu þingið vill á fjárlögum, í kynningum ráðuneyta um fjárlögin og á fjárlagafrumvarpinu og fjármálaáætluninni sjálfri. Það er eitthvað sem ég held að vanti. Og ég veit að það er slík vinna í gangi í ráðuneytunum og ég veit að þau eru áhugasöm um þá samvinnu, (Forseti hringir.) þannig að ég segi bara, því fyrr, því betra.