149. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[18:41]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir alveg prýðisgóða ræðu. Það vekur mann dálítið til umhugsunar í þessu máli að hér er talað um mikilvægi þess að sátt og stöðugleiki ríki um þessa grundvallaratvinnugrein þjóðarinnar, að hún búi við fyrirsjáanlegt og stöðugt rekstrarumhverfi og þar með gjaldtökuumhverfi. Hv. þingmaður og formaður atvinnuveganefndar talaði hér um að hún byndi vonir við að um það fyrirkomulag sem hér er væntanlega verið að afgreiða, myndi ríkja sátt.

Mig myndi langa til að spyrja hv. þingmann, sem er um leið formaður Samfylkingarinnar: Kannast hv. þingmaður við að eitthvert samráð hafi verið haft við flokk hans við undirbúning þessa máls á sínum tíma eða að stjórnarmeirihlutinn hafi sýnt hina minnstu viðleitni til þess að leita einhverrar þverpólitískrar sáttar um þetta mál?