149. löggjafarþing — 46. fundur,  11. des. 2018.

heilbrigðisþjónusta o.fl.

185. mál
[15:14]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Hér er að mínu mati verið að bregðast við vanda sem orðið hefur til vegna kvótasetningu á notendastýrðri persónulegri aðstoð. Réttast væri að tryggja aðgang allra að NPA-þjónustu og tryggja þannig öllu fólki sjálfstætt líf áður en opnað er á að koma fólki í stofnununarúrræði, sem hentar í fæstum tilvikum þeim aldurshópi sem verið er að opna á aðgengi fyrir. Samkvæmt 19. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er okkur skylt að tryggja fötluðu fólki sjálfstætt líf.

Samþykkt þessa frumvarps er skref aftur á bak í baráttu fatlaðs fólks og þess vegna styð ég það ekki.