149. löggjafarþing — 46. fundur,  11. des. 2018.

atvinnuleysistryggingar o.fl.

300. mál
[15:27]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér göngum við til atkvæðagreiðslu um frumvarpið með langa nafninu frá félags- og jafnréttismálaráðherra. Markmið frumvarpsins er m.a. að draga úr áhrifum á ávinnslu lífeyrisréttinda hjá þeim einstaklingum sem hverfa tímabundið af vinnumarkaði og nýta sér rétt sinn til greiðslna úr Atvinnuleysistryggingasjóði vegna atvinnumissis, Fæðingarorlofssjóði vegna fæðingarorlofs eða ríkissjóði vegna umönnun langveikra og alvarlega fatlaðra barna eða vegna líffæragjafar. Þykir nauðsynlegt að bregðast við fyrrnefndu samkomulagi Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins með því að hækka til samræmis við samkomulag það hlutfall af greiðslum sem vinnumarkaðstengdum framfærslugreiðslum er ætlað að greiða um lögbundið mótframlag í lífeyrissjóð.

Nefndin beinir því sérstaklega til fjármála- og efnahagsráðherra að hraða endurskoðun á heildarlöggjöf um iðgjald til lífeyrissjóða og almennum lögum um lífeyrissjóði.