149. löggjafarþing — 46. fundur,  11. des. 2018.

tekjuskattur og stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki.

301. mál
[15:34]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það er ánægjulegt að sjá hversu góð samstaða er í þingsal um þetta mál og vonandi náum við að stíga enn frekari skref í þessa veru með því að afnema þakið með öllu, sem ég held að öll rök hnígi til, þ.e. ef við höfum trú á því að nýsköpun skili jákvæðum afrakstri fyrir þjóðarbúið allt og þar með ríkissjóð. Þá eru engin rök fyrir því að hafa þak á þessu til lengdar. Að því sögðu lýsi ég því að ég styð þetta mál heils hugar og fagna þeirri þverpólitísku samstöðu sem hér er um það. Ég vildi óska þess að það væri jafn góð þverpólitísk samstaða um mesta bölvaldinn fyrir nýsköpun á Íslandi, sem er íslenska krónan. En það er annað mál.