149. löggjafarþing — 47. fundur,  11. des. 2018.

þungunarrof.

393. mál
[17:05]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni Höllu Signýju fyrir andsvarið. Það kom reyndar fram hjá mér áðan í fyrra andsvari, að ég taldi 12 vikur vera alveg nægjanlegt. Á engum tímapunkti hef ég sagt að ætti að banna fóstureyðingar með öllu. Mér hefur þótt nógu erfitt að horfa fram á hitt. En að taka þessa dæmisögu um 42 ára gömlu konuna sem treysti sér ekki til að eignast barn, mér finnst þetta svo furðuleg dæmisaga að ég get varla talað um hana, að hún dytti bara allt í einu á dóttur sína sem einhvern ráðgjafa. Hvers lags eiginlega er þetta? Þessi kona myndi náttúrlega fá fóstureyðingu alveg á stundinni, meira að segja árið 2017, (Gripið fram í: Nei.) því að engri einustu konu var meinað um fóstureyðingu árið 2017.