149. löggjafarþing — 47. fundur,  11. des. 2018.

um fundarstjórn.

[19:31]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Virðulegi forseti. Enn og aftur verðum við vitni að því á þinginu að undir lokin stendur til að keyra í gegn stórt, flókið, vandasamt og veigamikið mál og neyta þar aflsmunar. Maður fær á tilfinninguna að hér sé ekki síst um að ræða einhvers konar sýningu á afli, sýningu á því að maður hafi valdið, maður kunni að beita því, maður geti beitt því og maður muni beita því ef manni sýnist.

Virðulegi forseti. Það er með öllu ólíðandi ef þetta gengur fram, eins og manni virðist að stefnt sé að hjá sumum aðilum. Við í stjórnarandstöðunni munum ekki (Forseti hringir.) una því að samgönguáætlunaráform sitjandi formanns (Forseti hringir.) umhverfis- og samgöngunefndar nái í gegn.